1. mót - Mosó, 2. maí -

Hann heilsaði með heimskautalofti og stífum vind þegar leimenn FRAM-mótaraðarinnar valhoppuðu inn í fyrsta mót sumarsins. Níu toppleikmenn mættir í fyrsta mót og það var spenningur í loftinu auk kuldans. Tími síðu nærbuxnanna er klárlega ekki liðinn.

Allir komu þeir aftur eins og segir í kvæðinu og 9 leikmenn skiluðu sér á 19ándu holuna eftir tæplega 4 klst. hressandi útiveru. Við tók spennandi punktaútreikningur og fjörlegar umræður um komandi golfsumar. Ekki allir sáttir við nýtt stigafyrirkomulag og fleira skemmtilegt. Samt ekkert sem harðsnúin mótanefnd gat ekki leyst úr á staðnum og allir sáttir heim að sofa.

Fyrsti sigurvegari sumarsins var gamalkunnugur og margfaldur sigurvegari á mótaröðinni;  kartöflubóndinn H.Elíasson frá Safamýri í Skagafirði. Kom hann inná allgóðu skori m.v. aðstæður og tryggði sér stiginn 5 sem urðu svo 6 um nóttina eftir að mótanefnd hafði setið á rökstólum um hvort bæta eigi einu stigi við vegna mætingar. Var það talið sanngjörn krafa og samþykkt samhljóða.

Annars var það af mótinu sjálfu að frétta að Sig.Egill mætti með spánýjar græjur til leiks utan kerrunnar. Mögulega hefði hann átt að fjárfesta kannski frekar þar en í nýjum kylfum þar sem kerran þoldi illa vindsperringin og valt um alla trissur með nýja settið. Heyrðist talan 30 veltur á hringnum sem er nú talsvert. Sigurður á góða smiðjukalla að í Álverinu og er nú verið að smíða veltibúr, úr áli að sjálfsögðu, á gripinn. Verður fróðlegt að sjá smíðina á næsta mánudag.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Hergeir32 516
2Haukur31 314
3Tóti30 213
4Halli27 112
5Sig.Egill26  11
6Viktor25  11
7Eggert24  11
8Gauti21  11
9Haffi20  11

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband