Færsluflokkur: Íþróttir

1. mót. -Bakkakot- 15.maí.

Fyrsta mót sumarsins fór fram á Bakkakotsvelli þetta árið. Tíðindamaðurinn var ekki á staðnum en samkvæmt Telefaxi sem hann fékk frá blaðbera hallahipp þá voru aðstæður bara ágætar.  Flatir í fínu standi en holurnar skornar á röngum stöðum eins og litli málarinn orðaði það laughing

Gaman að sjá að TT er aftur mættur til leiks og hann byrjar með látum. Annars virðist þetta hafa verið nokkuð jafnt og þurfti að leika nokkra skrifstofubráðabana til að raða í sæti.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Stig
1Tóti1740
2Tryggvi1636
3Heggi1532
4Jói1430
5Halli1328
6Viktor1326
7Haffi1224
8Eggert1122
9Tommi1120
10Sig.Egill1118

 


Mótaröðin 2023 hefst í dag

Eftir langa bið eftir að golfvellir opni er loks komið að þessu. Leikar hefjast í dag á Bakkakotsvelli sem opnar á undan Hlíðavelli þetta árið. 

Þetta verður allt með hefðbundnu sniði og verður stigagjöfin með eftirfarandi hætti - sjá töflu.  Athugðið öll mót munu telja.

 

SætiMánudagsmót RISA-mót
140 60
236 52
332 46
430 44
528 42
626 40
724 38
822 36
920 34
1018 32
1116 30
1214 28
1312 26
1410 24
158 22
166 20
174 18
182 16

LOKAMÓT 2022 - Grafarholt og Mosó, 10. september -

Lokamót FRAM-mótaraðarinnar fór fram laugardaginn 10.sept. Leiknar voru 36 holur í tveimur aðskildum mótum. Fyrri hringur dagsins í Grafarholti og seinni hringur í Mosó.  

Leikin var hefðbundinn punktakeppni einstaklinga og betra punktaskor 2 manna liða og var stigaskiptingin með eftirfarandi hætti:

Stigagjöf í lokamóti
Einstak.Lið
1212
1110
108
96
84
72
6 
5 
4 
3 
2 
1 

 

Það var því til mikils að vinna og möguleg alslemma dagsins var því 48 stig.

Hergeir var í kjörstöðu við upphaf lokamótsins en þurfti að passa sig að lenda ekki á off-degi þar sem næstu menn gerðu tilkall til mögulegrar endurkomu og óvæntra atburða. Ekkert slíkt gerðist þó og Big-easy sigldi jakkanum og bikarnum í örugga höfn og varðveislu í "Dal draumanna" í FRAM-hverfinu í Úlfarsárdal.

Aðstæður dagsins voru alveg bærilegar. Rigndi þó af og til en vindur var lítill. Báðir vellirnir í toppstandi en Grafarholtið var þó blautt vegna mikillar rigninga dagana á undan. 

Hanna átti frábæran dag á vellinum og náði í 46 stig sem var býsna nálægt alslemmunni. Eins átti Doktorinn frábæran hring í Grafarholtinu og skaut sér upp í annað sætið fyrir Mosó-hringinn. 

Að loknum þessu mikla golfdegi var efnt til lokahófs heima hjá Mótstjóra. Þar var snætt var hægeldað lambalæri með brúnni sósu og alles.

Eftir borðhald var verðlaunaafhending og skálað var fyrir sigurvegaranum. Við verðalaunaafhendingu var samkvæmt venju lesið upp úr reglubók mótaraðarinnar sem var samin fyrir 17 árum síðan og þar segir m.a.;

1. regla: "Leikin skal höggleikur með forgjöf"....(Þessi regla hefur aldrei komið til framkvæmdacool).

Fjörlegar umræður sköpuðust um stigagjöf sumarsins og verður hún örugglega endurskoðuð fyrir næsta ár. Eins var rætt um mögulega endurkomu á Gut Dueneburg völlinn í HAREN í Þýskalandi þar sem þetta allt hófst. Það yrði örugglega eftirminnileg ferð á frábæran golfvöll.

Að lokum viljum við í mótstjórn þakka aðalsponsor mótaraðarinnar - Reyni Stefáns hjá Opnum Kerfum kærlega fyrir boðið á Grafarholtsvöll. Það er ómetanlegt að eiga slíkan Hauk í horni þegar kemur að skipulagningu lokamóts. 

 

 

ÚRSLIT lokamóts:

 Grafarholt Mosó  
 Einstak.LiðSamtals Einstak.LiðSamtals Samtals stig í lokamóti
Hanna101222 121224 46
Hergeir61016 91019 35
Gauti121224 8210 34
Eggert81018 6612 30
Jói7411 10818 29
Halli11819 347 26
Jón Ari4812 41014 26
Tóti9615 2810 25
Haukur347 11617 24
Viktor224 71219 23
Sig.Egill5611 549 20
Tommi123 123 6

 

 

LOKASTAÐAN 2022:

SætiNafnStig
1Hergeir92
2Viktor75
3-4Haukur70
3-4Gauti70
5Tóti67
6Halli64
7Eggert63
8Jói61
9Hanna51
10Sig.Egill44
11Tommi38
12Haffi33
13Jón Ari31
14Ingvar9
15Beggi7
16-17Hemmi2
16-17Binni2

 

 

       RO L E X         
  W E  P 
    HERG   
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

 


20. mót - Mosó, 5. september -

Það var góð mæting í síðasta hefðbundna mánudagsmót sumarsins. Veðrið var stórkostlega gott og völlurinn í sínu besta standi. Leiknar voru seinni 9 holurnar og var hart barist um sætaröðina í lokin.

Það var vel við hæfi að litli málarinn sigraði loksins bráðabana á 19ándu holu eftir að hafa nánast tapað þeim öllum í allt sumar. Þessi tryggði honum efsta sætið og góð stig til að taka með sér í lokamótið.

Framundan er lokamót FRAM-mótaraðarinnar 2022. Þar mun þetta allt ráðast. Leikið verður á Grafarholstvelli og Hlíðavelli þetta árið.

Nánari dagskrá verður gefin út þegar nær dregur en ljóst er að það verður lambalæri með öllu í lok dags heima hjá hæstvirtum Mótastjóra.

 

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Eggert217 pkt. á síðustu 3516
2Haukur216 pkt. á síðustu 3314
3Halli197 pkt. á síðustu 3213
4Hanna195 pkt. á síðustu 3112
5Tommi177 pkt. á síðustu 3 11
6Ingvar176 pkt. á siðustu 3 11
7Gauti174 pkt. á síðustu 3 11
8Tóti16  11
9Hergeir15  11
10Viktor136 pkt. á síðustu 3 11
11Jói134 pkt. á síðustu 3 11
12Sig.Egill98 pkt. á síðustu 3 ! 11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir57
2Viktor52
3Haukur46
4Tóti42
5Halli38
6Gauti36
7-8Haffi33
7-8Eggert33
9-10Jói32
9-10Tommi32
11Sig.Egill24
12Ingvar9
13Beggi7
14-15Jón Ari5
14-15Hanna5
16-17Hemmi2
16-17Binni2

 


19. mót - Mosó, 29. ágúst -

Það voru skrýtnar aðstæður í Mosó í 19. móti sumarsins. Hávaðarok, hlýtt, rigning og sól, allur pakkinn semsagt. Mönnum gekk misjafnlega að eiga við vindinn enda fór það svo að lokum að tveir kunnir rokspilarar settust í efstu sætin.

Til marks um áhrif vindsins þá setti Tommi nýtt met "long drive" keppninni þegar hann drævaði 280 mtr á 12. holu !

Það þurfti ekki að útkljá nein jafnglími á 19. holu þetta kvöldið. Hinsvegar sötruðu menn ölið og fylgdust með Reykjavíkurrisunum, FRAM og Val gera jafntefli á kirkjujörðinni í Hlíðunum.

Þegar einu hefðbundnu mánudagsmóti er ólokið þá hefur staðan heldur þjappast og er útlit fyrir spennandi lokamót þann 10.sept.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Haukur40 516
2Tommi34 314
3Gauti33 213
4Viktor31 112
5Hergeir30  11
6Haffi27  11
7Jói25  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir56
2Viktor51
3Haukur42
4Tóti41
5-6Halli35
5-6Gauti35
7Haffi33
8-9Jói31
8-9Tommi31
10Eggert27
11Sig.Egill23
12Ingvar8
13Beggi7
14Jón Ari5
15Hanna3
16-17Hemmi2
16-17Binni2

18. mót - Mosó, 22. Ágúst -

Það voru 8 mættir til að slást um stigin dýrmætu í 18. móti sumarsins.

Tíðindamaður var fjarverandi en að sögn heimildarmanns voru aðstæður í blautari kantinum en logn sem gerði þetta bærilegt.

Þar kom að því að málarinn nældi í sinn fyrsta sigur í sumar og var það gert með öruggum 34 pkt. Hörð barátta var síðan um verðlaunasætin sem á eftir komu og þurfti að bráðabana til að skera úr um sætin þar.

Nú eru tvö mánudagsmót eftir og síðan lokamótið. Það eru því allra síðustu forvöð að næla sér í stig og laga stöðu sína áður en það dansiball skellur á.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Eggert34 516
2Jói3120 p. á seinni 9314
3Tóti3119 p. á seinni 9213
4Gauti3117 p. á seinni 9112
5Hergeir30  11
6Halli27  11
7Haffi23  11
8Ingvar99 holur 11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir55
2Viktor49
3Tóti41
4Haukur36
5Halli35
6-7Haffi32
6-7Gauti32
8Jói30
9-10Tommi27
9-10Eggert27
11Sig.Egill23
12Ingvar8
13Beggi7
14Jón Ari5
15Hanna3
16-17Hemmi2
16-17Binni2

17. mót - Mosó, 15. Ágúst -

Það var svali í lofti þegar 17. mótið fór fram. Þurrt en smá blástur. Völlurinn í flottu standi, flatirnar að verða frábærar eftir að hafa verið gataðar fyrir nokkrum dögum.  

Það má segja að efri helmingurinn hafi skorað ágætlega. Enginn þó betur en Doktorinn sem kom inná glæsilegum 37 punktum. Þar bar hæst fugl sem Laxdalinn skellti í á 5.holu eitthvað sem ekki sést á hverjum degi á þeirri erfiðu par 5 holu. Það lagði grunninn að góðu punktaskori kappans.

Staðan í mótinu er heldur að þéttast. Efsti maður mótaraðarinnar hefur aðeins gefið eftir í síðustu mótum og það hefur helst Viktor nýtt sér og er farinn að narta í hælana á H.Elíassyni. Mótunum fer nú heldur betur að fækka og síðustu forvöð fyrir menn að bæta stöðu sína.

Mótastjórn liggur nú undir feld við undirbúning lokamótsins sem venju samkvæmt mun ráða úrslitum á þessari spennandi mótaröð. Þar verða margir tilkallaðir en aðeins einn útvalinn.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Gauti37 516
2Tommi3419 p. á seinni 9314
3Haukur3417 p. á seinni 9213
4Viktor33 112
5Ingvar32  11
6Tóti3117 p. á seinni 9 11
7Hergeir3113 p. á seinni 9 11
8Halli2918 p. á seinni 9 11
9Eggert2916 p. á seinni 9 11
10Hansi22  gesturgestur

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir54
2Viktor49
3Tóti38
4Haukur36
5Halli34
6Haffi31
7Gauti30
8Tommi27
9Jói26
10Sig.Egill23
11Eggert21
12-13Beggi7
12-13Ingvar7
14Jón Ari5
15Hanna3
16-17Hemmi2
16-17Binni2

16. mót - Mosó, 8. Ágúst -

Sendillinn á Hallahipp hann Viggó viðutan var á leið með handritið í prentsmiðjuna þegar hann rann á bananahýði í Bankastræti og glataði pappírunum við lítin fögnuð Mr. Harald Wilson eiganda Hallahipp.  Viggói var þó fyrirgefið eins og alltaf þar sem honum hafði tekist að bjarga pappírnum með úrslitunum og það er náttúrlega það eina sem skiptir máli laughing.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Tóti36 516
2Viktor3319 p. á seinni 9314
3Haukur3314 p. á seinni 9213
4Sig.Egill3221 p. á seinni 9112
5Hergeir3216 p. á seinni 9 11
6Gauti3215 p. á seinni 9 11
7Halli27  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir53
2Viktor47
3Tóti37
4-5Halli33
4-5Haukur33
6Haffi31
7Jói26
8Gauti24
9-10Tommi23
9-10Sig.Egill23
11Eggert20
12Beggi7
13Ingvar6
14Jón Ari5
15Hanna3
16-17Hemmi2
16-17Binni2

 

 


15. mót - Öndverðarnes, 5.ágúst - - RISAMÓT- FRAM-OPEN-

Öndverðarnes og FRAM-open var vettvangur 15.móts sumarsins. Veðrið var alveg þokkalegt. Fínt framan af en svo byrjaði aðeins að blása og kólna með því. Ekkert samt til að gera veður útaf cool.

Öndverðarnes er skemmtilegur völlur. Oftast víðar brautir sem er alveg magnað hvað getur verið erfitt að hitta! Utan brautanna bíður manns flóra Íslands í allskonar útgáfum. Flatirnar voru nokkuð misjafnar í hraða en allar alveg ágætar nema eitt bráðabirgðargrín sbr. bráðbirgðarbúgí með Spilverkinu. 

Skor manna í mánudagshópnum var hóflegt og nokkuð jafnt niður töfluna. Það var einn af laxveiðimönnum hópsins sem setti í þann stóra þennan daginn, enginn annar en dáðadrengurinn hann Viktor. Kappinn nældi sér í 35 pkt. og tryggði sér stiginn 10. Þar með hleypti Viktor smávegis spennu í toppbaráttuna sem virtist nánast útkljáð fyrir nokkrum vikum.

Það var einn stórspilari sem mætti til leiks í fyrsta skipti í sumar en það var enginn annar en Öndverðarnes-bóndinn, Vilbergur Flóvent. Flóventinn var á heimavelli á engjunum Öndverðarnesi. Mætti á traktornum sínum og söng hástöfum "bensín á bílinn minnn..." úr auglýsingu Atlantsolíu. Beggi náði öðru sæti og skaust upp stigatöfluna.

Fyrir okkur hina sem ekki náðu að komast á pall þá var mætingarstigið óvenjuvel útlátið í þetta skiptið þar sem því fylgdi lambasteik í brúnni með sultu og alles. Það verður ekki betra.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Viktor35 10111
2Beggi3416 p. á seinni 9617
3Eggert3414 p. á seinni 9415
4Gauti33 213
5Sig.Egill3214.p. á síðustu 6 11
6Binni3211 p. á síðustu 6 11
7Haukur32  11
8Hergeir3114 p. á seinni 9 11
9Tommi3113 p. á seinni 9 11
10Tóti30  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir52
2Viktor43
3Halli32
4-5Haffi31
4-5Tóti31
6Haukur30
7Jói26
8-9Tommi23
8-9Gauti23
10Sig.Egill21
11Eggert20
12Beggi7
13Ingvar6
14Jón Ari5
15Hanna3
16-17Hemmi2
16-17Binni2

 


14. mót - Mosó, 1. Ágúst -

Það voru talsvert krefjandi aðstæður í 14. móti sumarsins. Hvasst og þurrt sem gerði allan leik erfiðari en ella. 

Rokspilarnir í hópnum létu það þó ekki á sig fá og skoruðu vel. Þar fór fremstur í flokki, hæstvirtur Mótastjórinn sjálfur, nýkomin heim úr sveitinni og vel peppaður. Halli hefur verið nokkuð stabíll í gegnum sumarið og hefur læðst hægt og rólega  í átt að toppsætunum. Nú tölum við bara um Evrópusætin þar sem Meistaradeildarsætið er kyrfilega frátekið af meistara Hergeiri. Spennan liggur núna í Evrópusætunum. Þar getur allt gerst eins og Arsenal menn vita.

Haffi er að leika vel þessa dagana og það skilar stigum í safnið. Tíðindamaður fylgdist með Baritóninum á hringnum og var spilmennskan í A-moll og lítið um falsnótur. Eggert náði sér loks í verðlaunastig þrátt fyrir að tapa enn einum bráðabananum. Tíðindamaður spáir því að tími Eggerts sé kominn og héðan í frá verður ekki litið um öxl.

Næsta mót er ekki af verri gerðinni; sjálft FRAM-open sem leikið verður í Öndverðarnesi n.k. föstudag. Að sjálfsögðu er um RISA-mót að ræða. Að gefnu tilefni þá mun sætaröð ráðast af úrslitum í mótinu. Þetta er sagt hér þar sem hámarksforgjöf er (að öllum líkindum) 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Það náttúrulega þýðir að þeir sem eru með hærri forgjöf en það munu fá færri punkta en á venjulegu mánudagsmóti. 

 

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Halli38 516
2Haffi3721 p. á seinni 9314
3Eggert3720 p. á seinni 9213
4Haukur34 112
5Gauti3013 p. á síðustu 6 11
6Jón Ari3010 p. á síðustu 6 11
7Jói28  11
8Tóti23  11
9Tommi20  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir51
2-3Viktor32
2-3Halli32
4Haffi31
5Tóti30
6Haukur29
7Jói26
8Tommi22
9-10Gauti20
9-10Sig.Egill20
11Eggert15
12Ingvar6
13Jón Ari5
14Hanna3
15Hemmi2
16Binni1

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 67567

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband