9. mót - Mosó, 27. júní -

Það var metþáttaka í níunda móti sumarsins s.l. mánudagskvöld. 14 spilarar mættir við frábærar aðstæður í sannkallaðri dandalablíðu við Leiruvoginn það kvöld. 

Skorið var í takt við veðrið, allgott hjá langflestum. Nokkrir kenndu þó logninu um ófarir sínar, enda nokkrir góðir rok-spilarar í hópnum og kunna illa við lognið.

Það var gaman að sjá Binnsa mættan í slaginn á tryllitækinu sínu. Tíðindamaðurinn er ekki frá því að einhverjir ungar á Blikastaðanesinu hafi orðið fleygir á mettíma eftir að gamli lurkurinn var búinn að rúnta þar um.

Tóti stóð sig best þetta kvöldið og skilaði inn frábæru skori. Hann myndaði par með Eggerti á hringnum, sem gengur nú um stundir um dimma dali í golfinu. Það var þó ekki fyrr en Tóti barði hann með 7-járninu á 18 holu að litli málarinn hrökk allt í einu allt í gang og sló 3 falleg högg. Málarinn hafði svo orði að Tóti hefði betur lamið hann fyrr á hringnum, þá væri staðan önnur og betri. En svona bara gengur þetta í sportinu, upp og niður.  Eggert heldur nú til fæðingarstaðar leiksins, Skotlands, þar sem til stendur að ná sambandi við golfguðinn (og Bakkus).  Búast má við gríðarlegri endurkomu ef ekki endurfæðingu í næstu mótum hjá kappanum.

Tóti tyllti sér á toppinn með frammistöðunni og er til alls vís þetta sumarið. 

Næsta mánudag stendur til að fara á útivöll, nánar tiltekið Grindavík. Nánar um það síðar frá háttvirtum Mótastjóra.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Tóti39 516
2Tommi37 314
3Haukur36 213
4Hergeir3522 p. á seinni 9112
5Jói3521 p. á seinni 9 11
6Hanna3518 p. á seinni9 11
7Binni34  11
8Ingvar33  11
9Gauti31  11
10Jón Ari30  11
11Haffi2918 p. á seinni 9 11
12Sig.Egill2914 p. á seinni 9 11
13Halli2913 p. á seinni 9 11
14Eggert28  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Tóti28
2Hergeir26
3Viktor24
4Halli21
5Tommi18
6Haffi17
7Haukur15
8Jói12
9Sig.Egill11
10Gauti10
11Eggert9
12Ingvar6
13Jón Ari4
14-15Binni1
14-15Hanna1

8. mót - Mosó, 20. júní -

Það voru 4 höfðingjar mættir í Mosó s.l. mánudagskvöld. Margir fjarverandi, allsgáðir,  við að draga björg í bú cool.

Eftirfarandi skýrsla var fengin frá heimildamanni á vellinum;

 

Veður var með ágætum og vallaraðstæður.

Lítið tíðinda, Tommi þrípúttað átta sinnum og Eggert átti sex punktalausar holur. 

Allir fengu fullt af stigum og eru ánægðir með þau.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Tommi31 516
2Gauti30 314
3Haffi28 213
4Eggert25 112

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-2Viktor24
1-2Hergeir24
3Tóti22
4Halli20
5Haffi16
6Tommi14
7Haukur12
8Jói11
9Sig.Egill10
10Gauti9
11Eggert8
12Ingvar5
13Jón Ari3

7. mót - Brautarholt, 13. júní- - RISAMÓT -

Það var slegið í RISA-mót í Brautarholti s.l. mánudag. Mótstjóri er í góðu skapi þessa dagana og dælir út RISA-mótum þegar vel hentar. Brautarholt tók á móti mönnum eins og sönnum Kjalnesingi sæmir...með góðu roki en þó ekki rigningu né miklum kulda. Skorið var því frekar í rýrari kantinum þegar mótið var gert upp. 

Einn gamalreyndur spilari lét ekki smávægilegan gust slá sig útaf laginu og kom inná allgóðum 33 pkt. Þar var náttúrulegi hinn eini sanni H.Elíasson á ferð. Alveg magnað að maður sem sem teygir sig tæpa 2 mtr. yfir sjávarmál og notar skónúmer 36 skuli vera svona stöðugur í vindi. Það er sko ekki öllum gefið. Þetta er líklega leyfar af því að standa sterkur í miðri vörn í hand-og fótknattleik og hreyfast sem minnst.

Mótaröðin er alveg galopinn og spennandi. Næsta mót er fyrirhugað á mánudag. Reikna má með fámenni þar sem allnokkrir leikmenn ætla að halda norður í land til að renna fyrir bleikju og urriða, allir allsgáðir að sjálfsögðu.

Minni á að ef 4 skrá sig til leiks þá telst mótafært.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Hergeir33 10111
2Halli31 617
3Sig.Egill27 415
4Haffi2615 p. á seinni 9213
5Tommi2614 p. á seinni 9 11
6Haukur2613 p. á seinni 9 11
7Ingvar23  11
8Eggert22  11
9Tóti21  11
10Gauti18  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-2Viktor24
1-2Hergeir24
3Tóti22
4Halli20
5Haffi13
6Haukur12
7Jói11
8Sig.Egill10
9Tommi8
10Eggert6
11-12Ingvar5
11-12Gauti5
14Jón Ari3

6. mót - Mosó, 6. júní -

Það voru 8 mættir í Mosann s.l. mánudagskvöld. Samkvæmt heimildarmanni var veður ágætt en rigndi nokkuð duglega á kafla.

Tíðindamaður var fjarverandi og skýrsla heimildarmannsins um mótið var frekar þunn. 

Viktor heldur áfram uppteknum hætti og er að spila manna best þessa dagana. Annað mótið í röð setur hann í 40 pkt. og dugði það til sigurs í þetta skiptið en ekki í annað sætið eins og síðast. Glæsilegur árangur hjá kappanum. Þetta þýðir bara eitt; kallinn er rassfastur í toppsætinu.

En fjörið heldur áfram mánudag eftir mánudag og það þýðir ekkert að halda að eitthvað sé fast í hendi, staðan breytist hratt. 

Mótstjóri hefur gefið út að næsta mót verði leikið á útvelli, nánar tiltekið á hinum frábæra Brautarholtsvelli og sem meira er að það verður slegið í RISA-mót og feit stig í boði fyrir þá sem þora og skora.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Viktor40 516
2Hergeir34 314
3Halli32 213
4Tóti30 112
5Haffi29  11
6Gauti28  11
7Jói27  11
8Eggert23  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Viktor24
2Tóti21
3-4Halli13
3-4Hergeir13
5-6Haukur11
5-6Jói11
7Haffi10
8Tommi7
9-10Sig.Egill5
9-10Eggert5
11-12Ingvar4
11-12Gauti4
13Jón Ari3

 


Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Júní 2022
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 67583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband