Las Colinas - leikmannakynning - mjög mjög aldraðir

Þá er komið að síðastu leikmannakynningunni en sá mikli meistari kemur úr röðum aldraðra og þeirra lið því fullmótað.  Orðið stöðugleiki hlaut nýja merkingu þegar þessi leikmaður byrjaði að spila golf.  Aldraðir geta klárlega treyst á þennan og vita hvað þeir fá frá honum.  Kemur sér einnig vel þegar nokkur Richter slög eru í mannskapnum en þar er hann bestur.  Það vita jú allir hvern verið er að tala um, hann Hergeir Elíasson. 

Við skulum grípa niður í gamla kynningu frá 2012 af þessum meistara.

 

„Leikmaður sem við kynnum númer 2 hjá gömlum er enginn annar en H.Elíasson from Kjölur Mosó.  Hergeir eða Heggi eins og hann er oft kallaður er fæddur í Framhverfinu, fljótlega eftir stríð.  Hergeir er kominn af miklum ökumannsættum, en móðir hans var kjörinn ökumaður ársins frá árunum 1950 til 1970 af Umferðastofnun Ríkisins.  Hergeir hefur komið víða við en hann fluttist til Danmerkur og hóf nám þar.  Eftir námið lág leiðin til Píluskins þar sem hann starfaði við að gefa gömlum verkamönnum bjór og gammel á morgnana og í hádeginu.  Eftir árangursríkt starf í Danaveldi fór hann í útrás (langt á undan öðrum) til Samúa, Færeyja, Noregs og fleiri góðra staða.  Hann komst fljótlega í landslið Samúa í bananaklifri og á nokkur landsmetin þar.

Inni á milli þegar hann er ekki „arfavitlaus“ í garðinum stundar hann golfið.  Hergeir er með þeim sterkari á Snuddu Haren mótaröðinni og endaði í 2.sæti þar í sumar.  Virkilega stabíll kylfingur og fáir með svona mjúka John Daily sveiflu.  Þar verður mikið vænst af honum á Spáni.

 

Við náðum tali af pilti þar sem hann var í vinnunni út á golfvelli í Mosó að rölta á milli holla og biðja um vinnustaðaskírteini.  Fréttaritarinn tók þó eftir að hann var sjálfur með golfsett.“

 

Aldraðir: Keisarinn, Málarinn, Tíðindamaðurinn og Húsasmíðameistarinn

Ungir: Tölvuþrjóturinn, Rafvirkinn, Álfilman og Stuðarinn

 

  1. Fullt nafn : Hergeir Elíasson
  2. Gælunafn : Heggi / Big easy /
  3. Hæð Passin segir 188cm
  4. Ungir eða gamlir : Gamlir
  5. Áhugamál : Golf, skíði, aðrar íþróttir og barnabörnin
  6. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum : Vinur vina minna
  7. Skemmtileg saga úr þínu lífi : Þegar mér var boðið að verða höfðingi í Vailoa þorpinu á Westen Samoa
  8. Sturta eða bað : Sturta
  9. Uppáhaldsfélagslið í ensku : Arsenal
  10. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi : Fram
  11. Forgjöf 14,2
  12. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft : 10,0
  13. Besta skor á hring 75 högg á Flúðum og 76 högg á Hlíðavelli (2x9holur)
  14. Flestir punktar á hring : 49 p
  15. Vandræðalegasta golfmómentið : Þegar ég misti drævið til vinstri og smallaði framrúðuni á golfbíl í portúgal
  16. Uppáhaldsgolfvöllur : Barseback golf and country club Svíþjóð
  17. Tegund járnasett : Ping i3 árgerð 2000 með svötrum punti.
  18. Tegund driver : Gamli driverin hans Halla, Taylor Made með gráu skafti
  19. Tegund pútter : Ping Ansker
  20. Uppáhaldskylfan í pokanum : 7an
  21. Hefur þú farið holu í höggi : ha
  22. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas : Labba heim á hótel
  23. Hrýtur þú : Hef ekki orðið var við það
  24. Hefur þú verið slæmur í baki : Nei aldrei
  25. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því :
  26. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis : Nei hann hlítur að hafa minkað í þvotti.
  27. Hvað á að kjósa á laugardaginn : Rétt
  28. Ertu bólusettur : Jebb AZ maður
  29. Ertu með innkaupalista frá konunni : Nei keypti bar ferð fyrir hana út.
  30. Væntingar fyrir Las Colinas 2021 : Vinna og njóta
  31. Hver verður sigurvegari á Las Colinas : Ég og gamlir ekki spurning
  32. Hver mun koma mest á óvart : Jónas með nýju kylfurnar (færri vindhögg)
  33. Annað sem þú vilt kom á framfæri: Njóta, Njóta og Njóta

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 67635

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband