10. mót - Grindavík, 4. júlí- - RISAMÓT -

Það var blásið til RISA-móts s.l. mánudagskvöld þegar leikið var á Húsatóftavelli í Grindavík. Talsverð afföll voru á leikmönnum þar sem sumarleyfitíminn er að hefjast hjá mörgum. Það voru því einungis 5 mættir til að berjast um feit stig sem í boði voru. Það var því ljóst frá upphafi að einn þyrfti að taka reykspólið á planinu að leik loknum.

Veðrið var með ágætum, lítill vindur og þurrt. Það gæti klárlega verið verra á þessum slóðum en þetta mánudagskvöld. Húsatóftavöllur er frekar fjölbreyttur völlur þar sem leikið er annarsvegar um hraunlendi en seinni hlutinn er hreinn og klár linksvöllur, vel sandaður eftir sjávarflóð í vetur. Ástandið á vellinum var fínt. Gæta þarf að spilamennskunni ef skora á vel á þessu velli. Það er stutt í bullið ef menn eru ekki á kylfunni þarna. Það fór þó svo að lokum að allflestir gátu svona nokkurnveginn unað við sitt.

Hörkubráðabanar voru leiknir yfir hammaranum á 19ándu holu en það var hinn gamalreyndi og afar stabíli H.Elíasson, Spaðaás, sem tók stærstu verðlaunin þetta kvöldið og um leið hlammaði kappinn sér á toppinn á FRAM-túrnum.

RISA-mótin eru að gefa vel og fleyta mönnum hátt upp skortöfluna. Nú hefur Spaðaásinn tekið góða forystu þ.a. það er verk að vinna fyrir aðra að halda í við meistarann. 

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Hergeir3619 p. á seinni 910111
2Haukur3618 p. á seinni 9617
3Sig.Egill3218 p. á seinni 9415
4Viktor3212 p. á seinni 9213
5Tommi28  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir37
2Tóti28
3Viktor27
4Haukur22
5Halli21
6Tommi19
7Haffi17
8Sig.Egill16
9Jói12
10Gauti10
11Eggert9
12Ingvar6
13Jón Ari4
14-15Binni1
14-15Hanna1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 67572

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband